Hins vegar mun meira landað af frystum fiski í fyrra en árið 2007, eða 7.753 tonnum á móti rúmlega 1.000 tonnum árið áður. Samherji lagði niður rækjuvinnslu sína í Strýtu á síðasta ári og því varð mikill samdráttur í lönduðum rækjuafla á milli ára. Í fyrra var 717 tonnum af rækju landað á Akureyri en árið 2007 var hér landað 2.328 tonnum. Þá var um 480 tonnum af síld landað á Akureyri í fyrra en ekki barst kíló af uppsjávarfiski til Akureyrar árið 2007.
Skipakomum til Akureyrar hefur einnig verið að fækka síðustu ár, sem helgast af því Krossanesverksmiðjan heftur verið aflögð, auk þess sem stóru skipafélögin Eimskip og Samskip hættu strandsiglingum fyrir nokkrum árum. Alls voru skipakomur til Akureyrar í fyrra 530 talsins, þar af voru komur fiskiskipa 288, vöruflutningaskipa 112, skemmtiferðaskipa 57 og þá komu 63 skip til viðgerðar eða viðlegu í bænum. Árið 2007 voru skipakomur til Akureyrar 647 og 772 árið 2006.