Samband sveitarfélaga fjalli um kröfur KSÍ vegna knattspyrnuleikvanga

Þórsvöllur. Mynd: Hörður Geirsson.
Þórsvöllur. Mynd: Hörður Geirsson.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram eftirfarandi bókun á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær. “Í ljósi árlegrar umræðu um kröfur Knattspyrnusambands Íslands vegna knattspyrnuleikvanga og um þann kostnað sem fellur að óbreyttu á sveitarfélög vegna þeirra krafna, vil ég hér með skora á bæjarstjóra að taka málið til umfjöllunar á vettvangi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.” Vikudagur fjallaði um þetta mál nýlega, þar sem fram kemur að enn sé mikil óvissa um ástand bæði Akureyrarvallar og Þórsvallar fyrir sumarið. Fréttina má finna hér á vefnum. Guðmundur skrifaði jafnframt grein um málið í Vikudag í gær og þá grein má einnig finna á vef Vikudags, undir; Aðsendar greinar.

 

Nýjast