Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs á Akureyri, hefur sagt upp störfum sem skrifstofustjóri hjá Stapa lífeyrissjóði en þar hefur hann gegnt 50% starfi frá því að hann tók við formennsku í bæjarráði í upphafi kjörtímabilsins. Guðmundur Baldvin segist hafa tekið þessa ákvörðun með það fyrir augum að einbeita sér alfarið að pólitíkinni.
Rætt er við Guðmund Baldvin í Vikudegi sem kom út í dag.