SA lagði Björninn örugglega að velli í kvöld

Skautafélag Akureyrar vann í kvöld öruggan 7:2 sigur á Birninum er liðin mættust í Egilshöllinni á Íslandsmótinu í íshokkí karla. SA komst í 5:0 strax í fyrstu lotu leiksins og lagði þar með grunninn að sigrinum. Steinar Grettisson fór mikinn fyrir SA í kvöld og skoraði þrennu, Orri Blöndal skoraði 2 mörk og þeir Helgi Gunnlaugsson og Ingvar Þór Jónsson sitt markið hvor. Mörk Bjarnarins skoruðu þeir Úlfar Jón Andrésson og Birgir Hansen. Meistaraflokkur kvenna lék einnig í kvöld gegn Birninum í Egilshöll og lauk leiknum með sigri Bjarnarsins, 4:3.

Nýjast