Skautafélag Akureyrar vann í kvöld öruggan 7:2 sigur á Birninum er liðin mættust í Egilshöllinni á Íslandsmótinu
í íshokkí karla. SA komst í 5:0 strax í fyrstu lotu leiksins og lagði þar með grunninn að sigrinum. Steinar Grettisson fór mikinn
fyrir SA í kvöld og skoraði þrennu, Orri Blöndal skoraði 2 mörk og þeir Helgi Gunnlaugsson og Ingvar Þór Jónsson sitt
markið hvor. Mörk Bjarnarins skoruðu þeir Úlfar Jón Andrésson og Birgir Hansen.Meistaraflokkur kvenna lék einnig í kvöld gegn
Birninum í Egilshöll og lauk leiknum með sigri Bjarnarsins, 4:3.
„Þörfin fyrir að stækka við okkur húsnæði var löngu tímabær. Eftir mikla leit og vangaveltur varð húsnæði við Baldursnes 2 fyrir valinu, enda hentar það okkar starfsemi einkar vel. Þar getum við sameinað spítala fyrir bæði gæludýr og stór dýr. Við erum hæst ánægð með flutninginn í nýtt húsnæði sem og okkar viðskiptavinir,“ segir Helga Berglind Ragnarsdóttir dýralæknir og einn eigandi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, Dýrey.
„Við verðum betur í stakk búinn til að sækja fram, að auka okkar starfsemi og efla hana,“ segir Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga. Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa undirritað samrunaáætlun um sameingingu sjóðanna og tekur hún mið af stöðu sjóðanna í upphafi árs. Sameinaður sparisjóður fær nafni Smári sparisjóður en verður áfram markaðsettur undir merkjum Sparisjóðanna.
Hrafnhildur Jónsdóttir á Akureyri, móðir tveggja fatlaðra drengja skrifar pistil á Facebookvegg sinn í morgun sem hefur vakið mikla athygli. Hrafnhildur gaf samþykki fyrir birtingu pistils hennar hér.
Um 70 manns frá EBAK Félagi eldri borgara á Akureyri, EBAK heimsóttu Kjarnaskóg í vikunni, líkt og þau gera alla þriðjudaga sumarlangt til að ganga sér til gleði.
Sigurður Pétur Ólafsson hafnastjóri skrifaði hugleiðingar sínar á Facebookarvegg sinn í gærkvöldi, vefurinn fékk leyfi til að birta þær ásamt myndum sem fylgdu með.
Laugardaginn 12. júlí kl. 15 verður boðið upp á gjörning Heklu Bjartar Helgadóttur í Listasafninu á Akureyri í tengslum við þátttöku hennar í samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Viðburðurinn er hluti af Listasumri á Akureyri
Minningarbekkur til heiðurs systkinunum Huldu Benediktsdóttur (f. 1938) og Sigurjóni Benediktssyni (f. 1936) hefur verið vígður í Lónsbakkahverfinu í Hörgársveit.