Íslandsmót kvenna í íshokkí hófst í Skautahöllinni á Akureyri sl. laugardag þar sem SA Ásynjur (áður Valkyrjur) tóku á móti Birninum. Heimamenn unnu örugglega 5:2.
Sarah Smiley skoraði tvívegis fyrir SA Ásynjur og þær Bergþóra Bergþórsdóttir, Þorbjörg Geirsdóttir og Guðrún Marín Viðarsdóttir sitt markið hver. Þær Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Steinunn Sigurgeirsdóttir skoruðu mörk Bjarnarins.