Tveir leikir í Hertz-deild kvenna í íshokkí verða um helgina á Akureyri, þegar SA Ynjur taka á móti Birninum. Um er að ræða tvo leiki þessara tveggja liða, einn dag, laugardag kl 19 og svo aftur á sunnudagsmorgun.
Heilbrigðisteymi Skautafélags Akureyrar var eitt fjögurra íþrótta- og ungmennafélaga sem hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ á Sambandsþingi þess um liðna helgi. Segir í umsögn að framlag teymisins til öryggis og velferðar iðkenda og gesta i Skautahöllinni á Akureyri sé ómetanlegt.
Laugardaginn síðasta fór fram Firmakeppni GOKART Akureyri við Hlíðafjallsveg, þar sem Gunnar Hákonarson, gamalreynda aksturskempan og annar eigandi svæðisins, stóð fyrir glæsilegri keppni sem bar keim af fagmennsku og metnaði.
Góður gangur er nú á framkvæmdum við nýjan gervigrasvöll á Þórsvellinum, en eftir rigningarkafla er allt farið á fljúgandi ferð á ný. Heimasíða félagsins segir svo frá.
Þórsarar tryggðu sér sigur í Lengjudeildinni í knattspyrnu í dag og þar sem sæti í efstu deild að ári þegar liðið lagið Þrótt Reykajvik í 2-1 í loka umferð Lengjudeildarinnar í leik sem fram fór á Þróttaravelli.
Það ríkir mikil gleði og þakklæti í herbúðum KA, nú þegar ljóst er að félagið fær að spila heimaleik sinn í 2. umferð Sambandsdeildarinnar á Akureyri – eftir að UEFA veitti félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Eins og fram hefur komið situr KA hjá í fyrstu umferð og mun því spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni í 2. umferð.
Um helgina fór fram Gull- og Silfurmótið Akureyri Open í boði Sportver. Mótið var haldið af Frisbígolffélagi Akureyrar og fór fram á frisbígolfvellinum við tjaldstæðið á Hömrum. Keppnin stóð yfir í þrjá daga og tóku 83 keppendur þátt víðsvegar að af landinu.
Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta létu keppendur það ekki trufla sig og stemningin var frábær alla helgina.
Hið árlega sólarhringssund fór fram dagana 23. og 24. apríl þar sem iðkendur úr keppnishópum mættu og syntu boðsund í hollum. Aldrei, svo ég muni, hefur sundhópurinn sem synt hefur í sólahringsundinu verið jafn ungur en elstu iðkendurnir okkar í dag eru á 15 ári að frátöldum krókódílum og görpum.
B.Jensen vormót Óðins var haldið í blíðskaparveðri í Sundlaug Akureyrar laugardaginn 17. Maí. Keppendur voru 62 frá Óðni auk 1 frá Sundfélaginu Rán á Dalvík. Yngstu keppendurnir voru fæddir 2016 og 2017 en þau fóru flest að taka þátt í fyrsta sinn. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega vel þrátt fyrir að hafa velflest aldrei stungið sér af startpalli, þar sem enginn slíkur er í Glerársundlaug, þar sem grasrótarstarf Óðins fer fram.