Skólanefnd Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um fjölgun rýma í leikskólanum Naustatjörn í samstarfi
við Naustaskóla. Gert er ráð fyrir því að ein deild leikskólans verði staðsett í Naustaskóla og þar með verði
hægt að mæta eftirspurn eftir leikskólarýmum í Naustahverfi.
Í fylgiskjali með tillögunni er samstarfsáætlun skólanna og hugmyndir um aukið samstarf. Þessi tillaga gerir ekki ráð fyrir
kostnaðarauka fyrir Akureyrarbæ því verið er að færa rými á milli skólahverfa og einnig stöðugildi starfsmanna.