Rúmlega fimm þúsund manns séð Gulleyjuna hjá LA

Sigríður og fjölskylda ásamt Eiríki Hauki Haukssyni framkvæmdarstjóra LA og Helgu Mjöll Oddsdóttur v…
Sigríður og fjölskylda ásamt Eiríki Hauki Haukssyni framkvæmdarstjóra LA og Helgu Mjöll Oddsdóttur verkefnastjóra LA.

Sjóræningjaleikritið Gulleyjan var sýnt í 25.sinn hjá Leikfélagi Akureyrar sl. föstudagskvöld. Viðtökurnar hafa verið hreint út sagt frábærar því uppselt hefur verið á hverja einustu sýningu og eru gagnrýnendur sammála um að Gulleyjan sé þrælskemmtilegt og kröftugt fjölskylduleikrit. Fimm þúsundasti sýnigagesturinn var á meðal þeirra sem komu þetta kvöld og reyndist það vera Sigríður Kristín Sverrisdóttir frá Skriðu í Hörgársveit. Starfsmenn leikfélagsins færðu henni blómvönd, Gulleyju bol og geisladisk, auk þess var Sigríði boðið að heilsa upp á leikarahópinn eftir að sýningu lauk. Það mátti sjá sjóræningjafána blakta vítt og breytt um bæinn í þessu tilefni. Leikritið er sett upp í samstarfi við Borgarleikhúsið og eru sýningar í fullum gangi í Samkomuhúsinu á Akureyri, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast