Viðburðaríku sýningarári í Listasafninu á Akureyri lýkur í desember og Hlynur Hallsson safnstjóri og hans fólk hefur haft í mörg horn að líta. Hlynur segir Akureyri hafa allt til þess að menningin blómstri. Hann stundaði framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi og segir að litlu hefði mátt muna að fjölskyldan settist þar að. Vikudagur kíkti í kaffi til Hlyns í Listasafnið og ræddi við hann um líflegt ár í listalífinu, tækifærin í Listagilinu, árin í Þýskalandi og þegar hann gerði Texas-búa vitlausa þegar hann hélt sýningu þar ytra. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.