Rífandi stemmning í miðbæ Akureyrar

Börnin stóðu sig vel í söngnum.
Börnin stóðu sig vel í söngnum.

Rífandi stemmning var í miðbæ Akureyrar í morgun, þegar þar komu saman leik- og grunnskólabörn til að syngja á svokölluðum Söngdegi. Börnin stóðu sig vel en þau voru heldur færri en sl. föstudag, þegar hátt í 1.500 leik- og grunnskólabörn tóku lagið í miðbænum. Áheyrendur voru hins vegar heldur fleiri í morgun en fyrir viku og margir voru með myndavél á lofti. Börnin komu misjafnlega langt að í miðbæinn en þar á meðal voru börnin úr Hrísey. Söngdagar eru skipulagðir af starfsfólki í leik- og grunnskólum Akureyrar og eru haldnir í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins en sjálfur afmælisdagurinn er 29. ágúst. Miklar æfingar hafa staðið yfir í skólunum síðustu mánuði þar sem tónstiginn hefur komið að góðum notum í upphituninni. 

Nýjast