12. september, 2009 - 09:10
Réttað var í Illugastaðarétt í Fnjóskadal sl. sunnudag en um þessar mundir eru 50 ár frá því að fyrst var
réttað þar, haustið 1959. Þegar mest var, upp úr 1970, komu 10-12 þúsund kindur í réttina úr fyrstu göngum en að
þessu sinni voru rétt um 2000 kindur í réttinni.
Gangnamenn héldu af stað á fimmtudagskvöld í síðustu viku og smöluðu á föstudag og laugardag í góðu veðri og
komu til réttar á laugardagskvöld. Það var Þórólfur Guðnason í Lundi sem hafði umsjón með byggingu
Illugastaðaréttar fyrir hálfri öld.