Rekstur Akureyrarbæjar gekk framar vonum

Rekstur Akureyrarbæjar gekk vel á árinu 2017.
Rekstur Akureyrarbæjar gekk vel á árinu 2017.

Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 voru lagðir fram á síðasta fundi bæjarráðs. Rekstur samstæðunnar gekk vel á árinu 2017 þrátt fyrir mjög háa gjaldfærslu vegna breytinga á lífeyrisskuldbindingum og var Akureyrarbær rekinn með 557 milljóna króna afgangi sem var nokkru betri árangur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Sjóðstreymi ársins var líka betra en árið áður. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, segir í frétt Akureyrarbæjar vera sáttur við afkomuna.

„Rekstrarniðurstaðan er góð hjá samstæðunni og betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Uppgjör lífeyrisskuldbindinga hefur mikil áhrif og þá sérstaklega á niðurstöðu A-hluta en hins vegar eru helstu kennitölur að batna, veltufé frá rekstri eykst og langtímaskuldir A-hluta lækka. Þegar upp er staðið eftir kjörtímabilið, má ljóst vera að við skilum af okkur góðu búi og sveitarfélagið er vel í stakk búið til að takast á við verkefni Akureyrar til framtíðar,“ segir Guðmundur Baldvin.

Nýjast