Niðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda er neikvæð um kr. 24,7 milljónir króna, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru um 3,6 milljónir króna. Fram kemur í bókun hreppsnefndar að kostnaður sveitarfélagsins vegna lagningu ljósleiðara um allt sveitarfélagið var rúmar 26 milljónir króna, sá kostnaður er ekki eignfærður og er því niðurstaðan neikvæð.
Ársreikningur Þelamerkurskóla fyrir árið 2008 var einnig lagður fram til fyrri umræðu og þar kemur fram að framlag Arnarneshrepps vegna reksturs skólans var um 32,3 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi ÍMÞ fyrir árið 2008, sem jafnframt var lagður fram til fyrri umræðu, kemur fram að framlag Arnarneshrepps vegna reksturs ÍMÞ var um tvær milljónir króna.