Fram kemur í dómi að ákærði hafi töluverðan sakaferil að baki, en honum hefur tíu sinnum verið gerð refsing. Má þar nefna að í júlí 2008 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot og þjófnað og var þá eins mánaðar skilorðsdómur fyrir samskonar brot dæmdur upp.
Í desember 2008 var hann svo dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir gripdeild, þjófnað og þjófnaðartilraun. Þá hefur hann tvívegis verið dæmdur fyrir minniháttar líkamsárás, í janúar og maí 1998. Í ljósi þessa mun héraðsdómur ekki skilorðsbinda dóminn.
Maðurinn er einnig dæmdur til þess að greiða konunni rúmar 400 þúsund krónur í bætur.