Rán framið í Akureyrarapóteki

Ránið var framið í Akureyrar apóteki á hádegi og var fólkið í annarlegu ástandi, samkvæmt því sem fram kemur á mbl.is. “Ég get staðfest það að það var framið rán laust eftir klukkan tólf í dag og þarna voru tveir aðilar að verki, en náðust báðir á vettvangi,“ sagði talsmaður lögreglunnar á Akureyri í samtali við mbl.is. Í samtali mbl.is við annan eiganda apóteksins mun fólkið hafa verið með grímur og kúbein sem það ógnaði starfsfólki með. Hinn eigandinn var á vakt ásamt tveimur öðrum starfsmönnum og tókst honum að reka fólkið á brott og koma í veg fyrir að þeim tækist að ræna apótekið og náði svo fólkinu fyrir utan og beið eftir lögreglunni. Starfsfólki var eðlilega mjög brugðið við þetta atvik og munu einhverjir hafa farið heim.

Samkvæmt óstaðfestum heimildum mbl.is mun lögreglubíll sá sem sendur var á vettvang hafa lent í árekstri við annan bíl á leiðinni sem mun hafa tafið för hans eitthvað.

Nýjast