Rán framið á Akureyri

Rán var framið á spilastað Gullnámunnar við Geislagötu á Akureyri um hádegisbil í dag. Ræninginn var einn á ferð en engin slys urðu á fólki, samkvæmt upplýsingum lögreglu, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins en ekki fékkst upp gefið hvort vopni hafi verið beitt í ráninu. Lögreglan gerir ráð fyrir að gefa frekari upplýsingar síðar í dag.

Nýjast