Rakel skoraði gegn sínum gömlu félögum

Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði gegn sínu gamla félagi Þór/KA í Lengjubikarnum á d…
Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði gegn sínu gamla félagi Þór/KA í Lengjubikarnum á dögunum og hér reynir hún að

Þór/KA steinlá gegn liði Breiðabliks, 1-5, er liðin áttust við í Boganum í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu um helgina. Rakel Hönnudóttir, fyrrum fyrirliði og leikmaður Þórs/KA, skoraði fyrsta mark Blika í leiknum strax á annarri mínútu. Fanndís Friðriksdóttir skoraði tvívegis fyrir gestina og þær Hlín Gunnlaugsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir sitt markið hvor. Mark Þórs/KA skoraði Lillý Rut Hlynsdóttir. Þór/KA er án stiga á botni A-deildarinnar eftir fjóra leiki en Breiðablik hefur sex stig í þriðja sæti eftir þrjá leiki og á fína möguleika á að komast áfram.  

Nýjast