Rakel í liði 7.- 12. umferðar

Rakel Hönnudóttir, leikmaður Þórs/KA, var valinn í lið 7- 12. umferðar Pepsi- deildar kvenna en liðið var tilkynnt í hádeginu í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Rakel hefur spilað einstaklega vel með Þór/KA í sumar og er markahæst í deildinni ásamt Kristínu Ýr Bjarnadóttur leikmanni Vals með 15 mörk í 12 leikjum.

Nýjast