Rætt um niðurskurð í heilbrigðis- málum á fundi í Ketilhúsinu

Niðurskurður í heilbrigðismálum verður til umfjöllunar á borgarafundi í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 28. janúar kl. 20.00. Frummælendur eru; Halldór Jónsson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, Katrín Benjamínsdóttir frá Aðstandendafélagi fyrrum íbúa á Seli, Hólmfríður Haraldsdóttir, nemi og húsmóðir, Árún K. Sigurðardóttir, deildarforseti Heilbrigðisdeildar HA og Kristján Jósteinsson, forstöðumaður dagdeildar geðdeildar.  

Í pallborði verða;  Sigrún Stefánsdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar, Arna Rún Óskardóttir yfirlæknir öldrunarlækningadeildar FSA, Þórir V. Þórisson yfirlæknir á HAK, Kristján Þór Júlíusson, þingmaður, varaformaður fjárlaganefndar og forseti bæjarstjórnar á Akureyri, Emma Agneta Björgvinsdóttir, móðir, Þráinn Lárusson, bæjarfulltrúi Fljótsdalshrepps og Þuríður Backmann, þingmaður og fulltrúi í heilbrigðismálanefnd Alþingis.  Aðrir sem fengið hafa sérstakt fundarboð eru heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hefur þegar boðað komu sína. Fundarstjóri er Edward Huijbens.

Næsti borgarafundur á Akureyri er fyrirhugaður 8. febrúar n.k. og þá í samvinnu við undirbúningsnefnd borgarafundanna í Reykjavík. Yfirskrift fundarins er: Landráð af „gáleysi".

Nýjast