Í pallborði verða; Sigrún Stefánsdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar, Arna Rún Óskardóttir yfirlæknir öldrunarlækningadeildar FSA, Þórir V. Þórisson yfirlæknir á HAK, Kristján Þór Júlíusson, þingmaður, varaformaður fjárlaganefndar og forseti bæjarstjórnar á Akureyri, Emma Agneta Björgvinsdóttir, móðir, Þráinn Lárusson, bæjarfulltrúi Fljótsdalshrepps og Þuríður Backmann, þingmaður og fulltrúi í heilbrigðismálanefnd Alþingis. Aðrir sem fengið hafa sérstakt fundarboð eru heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hefur þegar boðað komu sína. Fundarstjóri er Edward Huijbens.
Næsti borgarafundur á Akureyri er fyrirhugaður 8. febrúar n.k. og þá í samvinnu við undirbúningsnefnd borgarafundanna í Reykjavík. Yfirskrift fundarins er: Landráð af „gáleysi".