Rætt um fréttaljósmyndir í dag- blöðum og merkingu þeirra

Fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar lýkur fimmtudaginn 14. maí kl. 17.00 en þá heldur Hermann Stefánsson rithöfundur og bókmenntafræðingur erindi um myndlæsi í húsnæði félagsins að Þórunnarstræti 99.

Í erindinu ræðir Hermann um fréttaljósmyndir í dagblöðum og les í merkingu þeirra, allt frá myndum af þjóðhöfðingjum heimsins og Íslands, sem virðast einfaldar andlitsmyndir við fyrstu sýn, til myndanna með fréttunum af Britney Spears og til mynda af Búsáhaldabyltingunni. Hugað verður að fagurfræðinni sem fréttaljósmyndum fylgja og því velt upp hvernig ljósmyndun er alltaf pólitískt athæfi. Fjallað verður um tengsl orða og mynda og hvernig fréttin er sögð með myndinni. Mynd er aldrei bara mynd, mynd er morð, mynd er aftaka, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast