Ráðstefna um rannsóknir á almennu heilsufari og líðan

Sérfræðingar frá Lýðheilsustöð og Háskólanum á Akureyri ræða um rannsóknir á heilsufari og líðan í tilefni af Landsmóti UMFÍ sem fram fer á Akureyri dagana 9. - 12. júlí. Meðal annars verður leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hvernig má mæla heilsufar? Hversu gott er heilsufar Íslendinga? Hvernig má hafa áhrif á heilsufar með breytingum á lífsstíl? Hafa íþróttir forvarnagildi?  

Ráðstefnan fer fram í Háskólanum á Akureyri - anddyri Borga, á miðvikudag, frá kl. 17-19. Þau sem flytja erindi eru:

Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri

Hvernig mælum við heilsu?

Sonja Stellý Gústafsdóttir, iðjuþjálfi

Geðrækt - geðheilsa - geðheilsuefling

Sigríður Halldórsdóttir, prófessor, Háskólanum á Akureyri

Áhrif hreyfingar á ónæmiskerfið

Héðinn S. Björnsson, verkefnisstjóri fræðslumála, Lýðheilsustöð

Lífsstíll, heilsa og líðan

Árún K. Sigurðardóttir, Dósent, deildarforseti heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri

Heilbrigður lífsstíll og sykursýki

Þóroddur Bjarnason, prófessor, Háskólanum á Akureyri

Hafa íþróttir forvarnagildi?

Fundarstjóri: Kjartan Ólafsson, lektor við Háskólann á Akureyri

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Nýjast