Verkstjórinn á svæðinu verður hjálpfúsum bæjarbúum innan handar með úthlutun verkefna. Það verða hátt
í 400 fermetrar af gæðaþökum lagðar á torgið og verður undirlagið þannig úr garði gert að grasið mun halda sínum
græna lit út sumarið með reglulegri vökvun. Ef veðurguðirnir leyfa er stefnan tekin á að grilla pylsur á Ráðhústorgi í
hádeginu á föstudaginn og er fólk hvatt til að mæta með sumarleg teppi og þiggja pylsur frá Kjarnafæði og pylsubrauð frá
Kristjánsbakarí eða mæta með eigin hádegisverðarpakka. Útvarpsstöðin Voice ætlar að sjá um notalega tónlist sem
hæfir stemningunni. Samleikur, hópur fólks í skapandi sumarstörfum verður á svæðinu og mun án efa gleðja gestir torgsins með
skemmtilegum uppákomum og upplifunum.
Ráðhústorg var tyrft síðastliðið sumar og var afar mikil ánægja meðal bæjarbúa og gesta að geta notið lífsins
á litla grasblettinum. Þær ánægjustundir verða án efa endurteknar í sumar á fallega grænu Ráðhústorgi.