Preben tekur við formennsku í skólanefnd

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær voru lagðar fram breytingar á skipan í nefndir hjá L-lista og V-lista, sem samþykktar voru samhljóða. Preben Jón Pétursson tekur við formennsku í skólanefnd en hann var áður varaformaður. Hann tekur við stöðunni af Sigurveigu S. Bergsteinsdóttur, sem sagði af sér formennsku í skólanefnd á dögunum og sagði jafnframt skilið við L-listann. Þá tekur Sigríður María Hammer sæti aðalmanns í skólanefnd í stað Sigurveigar og verður hún jafnframt varaformaður nefndarinar í stað Prebens. Hjá V-lista var sú breyting gerð, að Hildur Friðriksdóttir tekur sæti aðalmanns í stjórn Akureyrarstofu, í stað Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

Nýjast