Í nýja staðnum í Strandgötu verður boðið upp á meira vöruúrval fyrir viðskiptavini, en þar er meðal annars átt við sölu á ýmiskonar vörum eins og skrifstofuvörum, ritföngum, pappír, gjafaumbúðum, geisladiskum, póstkortum og öðru sem mikilvægt er fyrirtækjum, einstaklingum og ferðalöngum. „Samskiptaborð" eru nýjung í þjónustu Póstsins á Akureyri. Þar gefst viðskiptavinum nú tækifæri til að fara á netið, prenta út ýmiss gögn og ljósmyndir, skanna og ljósrita svo eitthvað sé nefnt. Einnig gefst viðskiptavinum kostur á að panta aðra þjónustu fyrirtækisins Samskipta á pósthúsinu. Í tilefni opnunar er gestum og gangandi boðið í kaffi og kökur á morgun föstudag og á laugardag. Opið er á laugardaginn frá kl. 10-14, annars er opið alla virka daga frá kl. 9-18.
Uppbygging nýrrar þjónustu er hluti af áformum Íslandspósts um að efla enn frekar þjónustu Póstsins á landsbyggðinni sem og á höfuðborgarsvæðinu.