Píanó-tríó á Heitum fimmtudegi

Heitir fimmtudagar á Listasumri Akureyrar halda áfram í Ketilshúsinu og á morgun þann 6. ágúst er sá sjöundi í röðinni af níu þegar píanótríó Árna Heiðars Karlssonar leikur fyrir gesti. Tríóið skipa þeir Árni Heiðar Karlsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Spiluð verður tónlist af nýútkomnum geisladiski, Mæri, með lögum eftir Árna Heiðar. 

Það er Dimma sem gefur diskinn út og er þetta annar sólódiskur Árna Heiðars en fyrsti diskurinn hét Q og kom út árið 2001. Sama ár var Árni tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir besta djassdiskinn.

Nýjast