Byggðarráð Norðurþings fjallaði á fundi sínum í fyrri viku um drög að samkomulagi um úthlutun lóða í Holtahverfi á Húsavík og uppbyggingu PCC Seaview Residences á 11 parhúsum innan hverfisins. Samkomulagið felur í sér tvær megin skuldbindingar hvors aðila; að sveitarfélagið Norðurþing hefjist handa við gatnagerð alls hverfisins svo skjótt sem verða má á grundvelli útboðs frá sl. sumri, og hinsvegar skuldbindingu PCC SR um að ljúka framkvæmdum við uppbyggingu 11 parhúsa innan hverfisins á næstu 6-8 mánuðum.
Byggðarráð samþykkti þá tillögu að samkomulagi sem fyrir lá og fól sveitarstjóra að ljúka málinu af hálfu Norðurþings. JS