„Við gíruðum okkur upp og ef ég fæ sömu viðbrögð frá mínum mönnum í næstu leikjum kvíði ég ekki framhaldinu,” sagði hann.
Þór hafði 3:0 forystu í hálfleik en Víkingar minnkuðu muninn í 3:1 á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Adam var ekki lengi paradís og Sveinn Elías Jónsson kom með rothöggið fyrir Þór andartökum síðar.
„Það var frábært að svara strax með marki því að aðal markmiðið fyrir seinni hálfleikinn var að fá ekki mark á okkur. Það er alltaf gaman að skora mörk og fagna. Ég vona að þetta hafi líka gladd auga stuðningsmanna okkar því það er alltaf gaman að gleðja fólkið sem styður okkur,” sagði Páll Viðar Gíslason.