Í tilefni af 25 ára afmæli Háskólans á Akureyri mun fræðimaður við háskólann kynna fræðibók einu sinni í mánuði í Eymundsson á Akureyri fram til vors. Fyrsta kynningin verður í dag, fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17.00 Þá mun Páll Björnsson, dósent við félagsvísindadeild kynna bók sína Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar, sem nýverið hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Höfundurinn, Páll Björnsson, mun m.a. fjalla um það hvernig Jón forseti var notaður á Akureyri á 20. öld en fyrstu nútímalegu 17. júní hátíðarhöld landsins fóru fram í bænum árið 1907. Þá verða tekin dæmi um það hvernig táknmyndir forsetans hafa verið nýttar á þeim liðlega 130 árum sem liðin eru frá dauða hans, jafnvel til stuðnings gerólíkum viðhorfum. Einnig mun Páll spjalla almennt um hugmyndina að baki verkinu, tilurð þess og uppbyggingu. Allir velkomnir!