Hann segir fræullina hafa blómgast óvenju vel þetta árið. „Helstu skýringarnar á því eru að veðurfarið hefur verið ansi blítt við okkur og hækkandi sumarhiti mörg sumur í röð. Þar af leiðandi er ekkert vorhret þannig að fræin blómstra betur en ella og svo er sumarið að lengjast." Hann á þó von á því að fræullin fari senn að líða undir lok þetta sumarið. „Þetta gengur yfir á næstu 10 dögum eða svo," segir Björgvin.