Ennfremur kemur fram að úrskurður nefndarinnar kunni að hafa áhrif á gildi byggingarleyfis, það fellt úr gildi eða framkvæmdir stöðvaðar á meðan málsmeðferð úrskurðarnefndar stendur yfir. "Uppfylli umsækjandi öll sett skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis verða framkvæmdir heimilaðar með fyrirvara um ofangreint og á ábyrgð ÁTVR. Meirihluti skipulagsnefndar felur skipulagsstjóra að samþykkja byggingaáformin þegar gögn berast," segir í bókun skipulagsnefndar. Sigurður Guðmundsson A-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni og Auður Jónasdóttir V-lista sat hjá.