Magni frá Grenivík beið ósigur er gegn liði ÍH/HV er liðin mættust á Ásvöllum sl. laugardag í 2. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur leiksins urðu 2-1 sigur ÍH/HV og hefur Magni nú tapað tveimur leikjum í röð í deildinni. Mark Magna í leiknum skoraði Frans Veigar Garðarsson. Eftir sex umferðir er Magni í 9. sæti deildarinnar með sjö stig.