Öruggur sigur Þórs/KA á ÍR í kvöld

Þór/KA vann öruggan 4-0 sigur á ÍR er liðin mættust á ÍR- vellinum í kvöld í 10. umferð Pepsi- deildar kvenna í knattspyrnu. Mateja Zver skoraði tvívegis fyrir Þórs/KA stúlkur og þær Rakel Hönnudóttir og Vesna Smiljkovic gerðu sitt markið hvor. Eftir leikinn er Þór/KA í 4. sæti deildarinnar með 19 stig.

Nýjast