Fram lagði KA/Þór að velli 28-20 er liðin áttust við í KA-heimilinu í dag í N1 deild kvenna í handknattleik. Það var aðeins í upphafi leiks sem jafnræði var með liðunum en í hálfleik hafði Fram sex marka forystu, 17-11. Í seinni hálfleik juku Safamýrarstúlkur muninn um tvö mörk og sigruðu með átta marka mun. Ásdís Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði KA/Þórs með 8 mörk en Martha Hermannsdóttir skoraði 5. Hjá Fram var Elísabet Gunnarsdóttir lang markahæst með 10 mörk en Stella Sigurðardóttir skoraði 5 mörk.