Opinn fundur á Akureyri um frumvörp að nýju fiskveiðistjórnarkerfi

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar boðar til opins fundar um frumvörp að nýju fiskveiðstjórnunarkerfi í Sjallanum á Akureyri á morgun, miðvikudag kl. 17.00. Á fundinum munu hagsmunaaðilar lýsa sínum viðhorfum og meta áhrif þeirra breytinga sem lagðar eru fram í nýjum frumvörpum.  Frummælendur eru; Arna Bryndís Baldvinsdóttir, lögmaður hjá LEX, Ólafur Marteinsson, frá Ramma, Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar og Ólöf Ýr Lárusdóttir, frá Vélfagi. Í pallborði verða frummælendur auk fulltrúa Samherja, fiskvinnslufólks og sveitarfélaga. Fundarstjóri verður Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar. 

Nýjast