Opið er í Hlíðarfjalli í dag, föstudag frá 13 til 19 og á laugardag og sunnudag frá 10 til 16. Í tilkynningu frá Hlíðarfjalli segir að spáð sé hæglætis veðri fram yfir helgi, vægu frost og smá úrkomu.
Í brekkum fjallsins er troðinn þurr snjór og fullkomið skíðafæri. Á sunnudaginn er síðan Snjór um víða veröld dagurinn (e. World Snow Day) sem er alþjóðlegur skíðadagur.
„Hvetjum því alla til að koma að skíða þann dag. Boðið verður uppá rjúkandi heitt kakó fyrir skíðagesti,“ segir í tilkynningu.