Samkvæmt upplýsingum lögreglu var bíllinn á austurleið þegar óhappið varð. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum þegar hann mætti bíl úr gagnstæðri átt og hafnaði á hálkubletti á veginum með fyrrgreindum afleiðingum. Sjór náði upp fyrir miðja hjólbarða bílsins í fjörunni. Hann virtist ekki mikið skemmdur en talið er að undirvagninn hafi farið illa þar sem bíllinn fór yfir stór grjót í vegkantinum.