Ók niður ljósastaur við höfnina á Akureyri

Ökumaður keyrði niður ljósastaur á Fiskitanga við höfnina á Akureyri á sjöunda tímanum í gærkvöld eftir að hafa misst stjórn á bílnum sínum. Mikil mildi þykir að enginn hafi orðið fyrir ljósastaurnum sem féll niður við höggið. Ökumanninn sakaði ekki og ók hann bílnum í burtu eftir að lögregla hafði tekið skýrslu af atkvikinu.

Nýjast