Öflugri þotur næsta vetur

Þotur Super Break verða öflugri næsta vetur.
Þotur Super Break verða öflugri næsta vetur.

Breska ferðaskrifstofan Super Break sem hóf beint áætlunarflug til Akureyrar í byrjun árs ætlar að útvega öflugri þotur fyrir næsta vetur. Þetta kemur fram í viðtali við Chris Hagan, stjórnanda Super Break, við Markaðsstofu Norðurlands.

Þar segir Chris að eftir á að hyggja hafi flugvélar Enter Air flugfélagsins ekki verið nægilega öflugar til að lenda á Akureyrarflugvelli. Frá byrjun janúar er beint flug hófst frá Bretlandi til Akureyrar hafa vélarnar ítrekað lent í Keflavík vegna veðurs. Chris Hagan segir að viðræður við breskt flugfélag séu komnar vel á veg og því svo von stærri og betri þotum næsta vetur.

Óhætt er að segja að góð nýting hafi verið á fluginu í vetur en yfir 95% allra sæta voru seld. Einnig hefur salan á fluginu næsta vetur sem hefst 10. desember farið vel af stað.

Nýjast