Lögreglan á Akureyri rannsakar mál þar sem manni á þrítugsaldri var haldið föngnum í fjölbýlishúsi á
Akureyri og beittur líkamsmeiðingum. Þrír aðilar eru í haldi lögreglu vegna málsins og hafa þeir verið úrskurðaðir í
gæsluvarðhald. Málið er á frumstigi og því vill lögreglan ekki gefa frekari upplýsingar um það að svo stöddu.