Ófáir ökumenn nuddað sér utan í stöpla í miðbænum

Pétur Ásgeirsson réttir stöpul sem ekið hafði verið á í Brekkugötu. Mynd: Þorgeir Baldursson.
Pétur Ásgeirsson réttir stöpul sem ekið hafði verið á í Brekkugötu. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Þeir eru ófáir ökumennirnir sem hafa nuddað bíl sínum utan í stöplana, sem “prýða” miðbæ Akureyrar, á undanförnum árum. Í flestum tilfellum er um minni háttar nudd að ræða en dæmi eru um að bílar hafi stórskemmst við árekstur við stöplana. Pétur Ásgeirsson starfsmaður Framkvæmdamiðstöðvar var að rétta stöpul í Brekkugötunni í vikunni, sem ekið hafði verið á. Ökumenn tilkynna ekki alltaf þegar þeir lenda í árekstri við stöplana og í þeim tilfellum er það bærinn sem þarf að bera tjón af viðgerðum. En það eru ökumennirnir, eða tryggingafélög þeirra, sem bera tjónið vegna skemmda á bílunum.

Nýjast