Vart hefur orðið við fólk í óskilgreindum könnunarleiðangri heim að íbúðarhúsi í Eyjafjarðarsveit og hafði nokkuð sem ætla verður óeðlilegan áhuga á fasteignum. Á vef Eyjafjarðarsveitar segir að vegna þessa er því beint til íbúa að fylgjast með sínu umhverfi og skilja hús ekki eftir ólæst.
Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitastjóri í Eyjafjarðarsveit, segir í samtali við Vikudag að sé ekki vitað um hvað fólkinu gangi til.
„Þarna var fólk á ferðinni sem töldum að ætti ekki lögmætt erindi að íbúðum fólks og virtist vera að kanna eitthvað. Við því brýnum því fyrir fólki að læsa húsum og vera meðvituð um umhverfið,“ segir Ólafur Rúnar.