Á mótið eru skráðir rúmlega 40 keppendur frá fjórum félögum. Bikarkeppnin sjálf er á laugardaginn og hefst keppni kl. 11 í Sundlaug Akureyrar. Í tengslum við mótið verða einnig opnar æfingabúðir á föstudag og sunnudag í Sundlaug Akureyrar undir stjórn landsliðsþjálfara Íþróttasambands fatlaðra.
Nánari upplýsingar veitir Jón Heiðar Jónsson, þjálfari hjá Óðni og stjórnarmaður í ÍF, í síma 895-8684.