Óðinn heldur Bikarkeppni ÍF

Um helgina heldur Sundfélagið Óðinn á Akureyri, Bikarkeppni ÍF í sundi í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið utan höfuðborgarsvæðisins og jafnframt í fyrsta sinn sem Óðinn heldur mót á landsvísu fyrir fatlaða sundmenn. Óðinn hefur þá sérstöðu meðal íþróttafélaga að innan raða félagsins æfa og keppa bæði fatlaðir og ófatlaðir.

Á mótið eru skráðir rúmlega 40 keppendur frá fjórum félögum. Bikarkeppnin sjálf er á laugardaginn og hefst keppni kl. 11 í Sundlaug Akureyrar. Í tengslum við mótið verða einnig opnar æfingabúðir á föstudag og sunnudag í Sundlaug Akureyrar undir stjórn landsliðsþjálfara Íþróttasambands fatlaðra.

Nánari upplýsingar veitir Jón Heiðar Jónsson, þjálfari hjá Óðni og stjórnarmaður í ÍF, í síma 895-8684.

Nýjast