Oddvitaumræður í beinni á Útvarp Akureyri FM 98,7

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí næstkomandi.
Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí næstkomandi.

Á morgun, föstudaginn 25. maí efnir Útvarp Akureyri FM 98,7 til umræðuþáttar í beinni útsendingu með oddvitum allra framboða á Akureyri. Útsendingin hefst kl. 9:00. Axel Axelsson, útvarpsstjóri, stýrir umræðum. 

Flokkarnir sjö sem bjóða fram á Akureyri eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, L-listinn, Samfylkingin, Vinstri Grænir, Píratar og Miðflokkurinn. Hver frambjóðandi fær 1 mínútu í upphafi og 1 mínútu í lokin til að tala beint til kjósenda.

Umræðurnar verða teknar upp og endurfluttar í síðdegi sama dag, kl. 16.00. 

Nýjast