Oddur Helgi furðar sig á skrifum Guðmundar Baldvins
14. nóvember, 2013 - 16:29
Ég hef nú lengi verið í bæjarstjórn, en sjaldan eða aldrei man ég eftir svona háttarlagi eins og bæjarfulltrúi Guðmundur sýnir af sér með greinaskrifum í síðasta Vikudag. Það hefur áður verið skoðað að setja fráveitu undir Norðurorku þannig að öll veitustarfsemi sé rekin á sama stað. Norðurorka rekur rafveitu, hitaveitu og vatnsveitu. Því þá ekki fráveitu líka?, skrifar Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-listans í opnu bréfi í Vikudegi í dag. Tilefnið er grein sem Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins skrifaði í Vikudag í síðustu viku.
Eftir að ég komst á sjötugsaldurinn hef ég þurft að horfast í augu við það að margt það sem ég áður hafði er farið að minnka og hverfa. Hárin á höfði mér eru næsta fá talsins og þau sem eru þar enn hafa tekið á sig hvítan lit. Líkamlegt þrek er minna og sjónin lítið eitt farin að daprast. Ég tel hins vegar að í stað þessa hafi ég öðlast vitneskju sem aðeins reynslan og tíminn geta fært manni. Stundum er þetta vitneskja sem gengur þvert á það sem spekingar hafa sagt og skrifað um lykil að farsælu lífi.
Það var sannkölluð möffinsveisla um verslunarmannahelgina þegar Mömmur og möffins héldu upp á 15 ára afmæli sitt með glæsilegri söfnun. Alls söfnuðust 1.681.579 krónur sem renna óskertar til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri, en fulltrúar söfnunarinnar afhentu SAk styrkinn formlega í gær.
Í enda júní veitti Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri Jóhanni Páli Árnasyni heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda við hátíðlega athöfn. Jóhann, sem fæddur er og uppalinn á Dalvík, hefur átt langan og merkan feril og fagnaði á dögunum 85 ára afmæli sínu