Oddur Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir Ísland

Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyri Handboltafélags, skoraði sjö mörk fyrir U- 19 ára landslið Íslands í handbolta í sigurleik gegn Rúmeníu í gær á opna Evrópumótinu í handknattleik, þar sem lokatölur urður 23:18.

Íslensku strákarnir hafa farið vel af stað á mótinu og unnið tvo fyrstu leikina á mótinu en Ísland lagði Pólland í gær, 25:19. Strákarnir mæta svo Rússum seinna í dag.

Nýjast