Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur valið sautján leikmenn fyrir lokakeppni Evrópumótsins í Serbíu sem hefst á sunnudaginn. Oddur Gretarsson, hornamaður hjá liði Akureyrar, er í hópnum en Akureyringurinn Arnór Þór Gunnarsson dettur út. Leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson er ekki í hópnum en hann gefur ekki kost á sér þar sem hann og kona hans hafa nýlega eignast sitt annað barn. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska liðið sem verður einnig án Ólafs Stefánssonar sem gefur heldur ekki kost á sér vegna meiðsla. Aron Pálmarsson verður því aðalleikstjórnandi íslenska liðsins og mun mikið mæða á honum í Serbíu.
Ólafur Bjarki Ragnarsson, miðjumaður hjá HK, og Rúnar Kárason, vinstri skytta hjá Bergischer, eru einu leikmennirnir sem ekki hafa farið á stórmót áður. Ólafur, ásamt Arnóri Atlasyni, munu vera Aroni til taks á miðjunni en Guðjón Valur Sigurðsson hefur einnig brugðið sér í stöðu miðjumanns.
Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og Fannar Þór Friðgeirsson detta út úr hópnum ásamt Arnóri.
Lokahópurinn fyrir Evrópumótið í Serbíu:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson Magdeburg
Hreiðar Levý Guðmundsson Nötteröy
Útileikmenn:
Alexander Petersson Fuchse Berlin
Arnór Atlason AG Köbenhavn
Aron Pálmarsson THW Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson Hannover-Burgdorf
Guðjón Valur Sigurðsson AG Köbenhavn
Ingimundur Ingimundarson Fram
Kári Kristján Kristjánsson HSG Wetzlar
Oddur Grétarsson Akureyri
Ólafur Andrés Guðmundsson Nordsjælland
Ólafur Bjarki Ragnarsson HK
Róbert Gunnarsson Rhein Neckar Löwen
Rúnar Kárason Bergischer HC
Sverre Jakobsson Grosswallstadt
Vignir Svavarsson Hannover-Burgdorf
Þórir Ólafsson KS Vive Targi Kielce