Verð á hádegismat í grunnskólum Akureyrar helst óbreytt á milli ára samkvæmt verðlageftirliti ASÍ. Hádegismaturinn kostar 427 kr. Allt að 41% verðmunur er á milli sveitarfélaga. Hæsta verðið er á Ísafirði þar sem máltíðin kostar 492 kr. en lægsta verðið er hins vegar í Sveitarfélaginu Árborg; 349 kr. máltíðin. Hlutfallslega hækkar verð á hádegismat grunnskólabarna mest í Reykjavík milli ára eða um 30%. Máltíðin fór úr 338 kr. í 441 kr.
Akureyri og Vestmannaeyjar eru einu sveitarfélögin þar sem gjald fyrir hádegisverð grunnskólabarna er óbreytt milli ára. Í Vestmannaeyjum kostar máltíðin 457 kr.
Heildarkostnaður fyrir foreldrar þegar kemur að hádegisverð, síðdegisvistun og hressingu hefur hins vegar hækkað í öllum sveitarfélögum og er allt að 51% munur milli sveitarfélaga. Gjald fyrir hádegisverð, þriggja tíma síðdegisvistun og hressingu fyrir barn í neðri bekkjum grunnskólans er hæst í Garðabæ eða 36.484 kr. á mánuði en lægst í Skagafirði; 24.234 kr. Á Akureyri er gjaldið 34.986 kr. og er hækkun um 2% á milli ára.
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám sveitarfélaga fyrir ofangreinda þjónustu hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins milli janúar 2016 og janúar 2017.