Óbreytt útsvarsprósenta á Akureyri frá fyrra ári

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2009 verði óbreytt frá fyrra ári, 13,03% og vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Jafnframt var á fundi bæjarráðs unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2009. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun 2009 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2009 fer fram 16. desember nk. og seinni umræða þann 20. janúar 2009. Bæjarráð samþykkti að leita eftir fresti til ráðuneytis sveitarstjórnarmála um skil á fjárhagsáætlun 2009.

Nýjast