Verkið er í senn heimsendir eða neyðarmerki yfir á íslenska meginlandi en er líka stækkunargler og fylgja sem kom til þegar Drottningarbrautin,sem kennd er við dönsku krúnuna, var lögð á sínum tíma og myndar leiðin þannig áþreifanlegan naflastreng út á flugvöll og yfir til okkar fyrri nýlenduherra. Haraldur Jónsson nam myndlist í Aix en Provence í Frakklandi, í Myndlistaskólanum í Reykjavík, MHÍ, við Kunstakademíuna í Düsseldorf í Þýskalandi og Institut des Hautes Etudes en Arts Plastiques í París, Frakklandi. Verk hans eru í eigu helstu safna landsins og eru reglulega til sýnis víðs vegar um heim.
Þetta er síðasta sýning Gallerí Víð8ttu í hólmanum en núna taka nýjir sýningarstaðir við.