Hefja á framkvæmdir á nýju á bátaskýli við félagssvæði Siglingaklúbbsins Nökkva á Akureyri á þessu ári. Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar er áætlað að veita 90 milljónir í verkefnið næstu tvö árin. Verið er að klára hönnunina á bátaskýlinu og stefnt að því að verkið fari í útboð snemma á næsta ári. Áætlað er að framkvæmdum verið lokið vorið 2018. Lengi hefur staðið til að fara í uppbyggingu á svæðinu og segir Rúnar Þór Björsson, formaður Nökkva, þetta vera ánægjuleg tíðindi. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu blaðsins.